Um Norden Business

Norden Business er vefgátt með gagnlegum tenglum um stofnun reksturs, mannaráðningar, sölu og verslun á Norðurlöndum.

Norrænt samstarf nær til Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar, auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands.

Vefgáttinni er ætlað að auðvelda fyrirtækjum að færa út kvíarnar til annarra norrænna landa. Það er gert með því að vísa á reglur sem gilda í löndunum um stofnun fyrirtækja, mannaráðningar, sölu og verslun.